EM 2018 | Frábær sigur á Svíum – Ólafur Andrés í stuði

Mynd:HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta lagði Svíþjóð, 26:24, í fyrsta leik Evrópumótsins sem fer fram í Króatíu um þessar mundir. Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Svíarnir tóku við sér í þeim síðari.

Ísland komst í 4:0 gegn Svíum en þegar hálfleikurinn var úti var staðan 15:8 fyrir Íslandi og liðið komið með góða forystu. Hlutirnir breyttust þó aðeins í þeim síðari.

Jesper Nielsen fékk tveggja mínútna brottvísun í byrjun síðari hálfleiks og Svíarnir efldust við það. Staðan var orðin 22:18 fyrir Íslandi og byrjað að fara um menn en liðinu tókst þó að halda þessu út leikinn og lokatölur 26:24.

Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur með 7 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson, Rúnar Kárason og Arnór Þór Gunnarsson voru þá allir með 5 mörk, Aron Pálmarsson 3 mörk og Janus Daði Smárason 1 mark.

Ísland mætir Króötum í næsta leik en ljóst er að sigurinn á Svíum gæti reynst afar mikilvægur.

Deila