EM 2018 | Dómararnir í leik dagsins koma frá Makedóníu | Myndbandstæknin notuð á EM

Mynd:HSÍ

Ísland og Svíþjóð mætast í dag í fyrsta leiknum í A-riðli úrslitakeppni EM í handbolta. Mótið fer fram í Króatíu að þessu sinni. Leikurinn í dag hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma og nú í morgun var tilkynnt hverjir kæmu til með að dæma leikinn. Þeir koma frá Makedóníu og heita Gjorgji Nachevski og Slave Nikolov. Ekki skal hér lagt mat á gæði þessara dómara en vonandi standa þeir sig vel í leiknum.
Á mótinu í Króatíu verður notast við marklínutækni líkt og þekkst hefur í fótboltanum og þá geta dómarar einnig fengið að sjá vafaatriði í sjónvarpinu en þetta er nýjung.

Gjorgji Nachevski og Slave Nikolov-dómarar frá Makedóníu
Deila