EHF Meistaradeild kvenna | Vardar fór létt í gegnum Rostov-Don

Mynd: Jóhannes Lange

Í síðari undanúrslitaleiknum í Meistaradeild kvenna áttust við Vardar og Rostov-Don. Leikurinn einkenndist af miklum tæknifeilum á upphafs mínútunum og var greinilegt að taugar leikmanna voru þandar. En það voru þó leikmenn Vardar sem náðu að hrista af sér mesta stressið og tóku forystuna í leiknum sem var að stórum hluta frábærri markvörslu Amandine Leynaud að þakka og leiddu með þremur mörkum í hálfleik 10-7. Makedónska liðið hélt áfram að hafa frumkvæðið í síðari hálfleik og var eins og leikmenn Rostov-Don höfðu enga trú á því að þær gætu unnið Vardar liðið. Fór svo að lokum að Vardar fór með sigur af hólmi 25-19 og spila því til úrslita á morgun gegn Györi ETO en Rostov-Don spila gegn CSM um þriðja sætið.

EHF Meistaradeild kvenna | Final4 | Undanúrslit

Rostov-Don 19-25 Vardar (7-10)
Mörk Rostov-Don: Ekatrina Ilina 5, Anna Vyakhireva 3, Siraba Dembele 3, Katarina Bulatovic 3, Ana Paula Rodrigues 2, Kseniya Makeeva 2, Alexandrina Barbosa 1.
Varin skot: Anna Sedoykina 8, Mayssa Pessoa 3.
Mörk Vardar: Andrea Penezic 7, Andrea Lekic 7, Jovanka Radicevic 4, Barbara Lazovic 3, Alexandra Lacrabere 2, Andrea Canadja 1, Sara Ristovska 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 18, Inna Suslina 1.

Deila