EHF Meistaradeild kvenna | Úrslit 3.umferðar

Mynd:NordicPhotos/Getty

3. umferðin í Meistaradeild kvenna í handknattleik fór fram um helgina að undanskildum einum leik í A-riðli, Vistal Gdynia – RK-Krim en sá leikur fer fram á miðvikudaginn 25.október kl.16.30 og verður hann í beinni útsendingu á SportTV.

A-riðill
NFH kom heldur betur á óvart með því að vinna flottan sigur gegn hinu stjörnuprýdda liði CMS Bucuresti á heimavelli 28-25. Með þessum sigri blandar dönsku meistararnir heldur betur í baráttuna um að komast uppúr riðlinum og í 8-liða úrslit.

B-riðill
Það er mikil spenna í B-riðli en eftir þessa 3.umferð eru þrjú lið jöfn með 4 stig. Rostov-Don vann góðan heimasigur gegn Györi og er ljóst að ungverska liðið mun leggja allt í sölurnar þegar liðin mætast á nýjan leik í 4.umferðinni á heimavelli sínum í Györi. Midtjylland lagði Brest að velli á útivelli eftir að Louise Burgaard skoraði sigurmarkið á ævintýranlegan hátt beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var búinn.

C-riðill
Vardar hefur töluverða yfirburði í C-riðli en makedónska liðið fór nokkuð létt með norska liðið Larvik á þeirra eigin heimavelli, 19-31 á meðan ungverska liðið FTC vann góðan fjögra marka sigur 25-29 á Thüringer.

D-riðill
Metz ber höfuð og herðar yfir hin liðin í þessum riðli og eru ósigraðar eftir 3.umferðir og virðist fátt koma í veg fyrir að þær fari auðveldlega í 8-liða úrslitin. Hið fornfræga lið Buducnost sem er að ganga í gegnum miklar kynslóðabreytingar fer heldur illa af stað og hefur aðeins náð að vinna einn leik og tapaði illa fyrir Vipers, 29-19 í 2.umferð. Bietigheim hleypti heldur betur lífi í þennan riðil með því að sigra Vipers á útivelli 29-24 sem var jafnframt fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni í sögu félagsins. Þessi sigur þeirra gerir það að verkum að þrjú lið eru jöfn með 2 stig þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Deila