EHF Meistaradeild kvenna | Tilfinningaþrungin stund í Vardar | Myndband

Makedónska liðið Vardar komst í gær í Final4 úrslitahelgina í Meistaradeild kvenna eftir sigur á Midtjylland á heimavelli en þetta er í fimmta skiptið í röð sem liðið kemst í Final4. Eftir leik gátu leikmenn og áhorfendur liðsins ekki hamið tilfinningar sínar þar sem leikurinn í gær var að öllum líkindum sá síðasti sem liðið spilar á heimavelli í Meistaradeild kvenna. Allir leikmenn liðsins munu hverfa á braut að loknu þessu tímabili og hafa forráðarmenn Vardar ákveðið að það muni byggja liðið upp á ungum og efnilegum heimastúlkum og jafnframt mun félagið ekki taka sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikmenn liðsins eru staðráðnir í því að kveðja félagið með Evrópumeistaratitli í vor.
Hér í spilaranum fyrir neðan má sjá þessa tilfinningaþrungnu stund

Deila