EHF Meistaradeild kvenna | Metz tryggði sér annað sætið | FTC tapaði í Bietigheim

Mynd: ehfcl.com

Keppni lauk í milliriðlum Meistaradeildar kvenna í handknattleik í dag þegar baráttan um annað sæti millriðils 2 var til lykta leidd. Metz og Ferencvaros börðust um þetta ágæta sæti, voru bæði búin að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum og aðeins spurning um andstæðinga í næstu umferð. Metz stóð betur að vígi fyrir þessa lokaumferð og stóð fyrir sínu, vann Thüringer á heimavelli 35-29 og úrslitin í leik Bietigheim og FTC skiptu því litlu. Ferencvaros virtist nálgast þennan leik mátulega hátíðlega og tapaði með nokkuð sannfærandi hætti 23-27. Það þýðir að Metz hafnaði í öðru sæti milliriðils 2 og smeygir sér hjá því að mæta Rostov-Don í 8-liða úrslitunum, en bíður þó það erfiða verkefni að glíma við CSM frá Búkarest. Ferencvaros mætir hins vegar Rostov-Don.

EHF Meistaradeild kvenna | Milliriðill 2
Metz 35-29 Thüringer (17-19)
Mörk Metz: Manon Houette 8, Ana Gros 6, Grace Zaadi 6, Laura Flippes 6, Helene Sajka 3, Laurisa Landre 2, Orlane Kanor 1, Marion Maubon 1, Anna Seguin 1, Dapne Gautschi 1.
Mörk Thüringer: Iveta Luzumova 9, Gordana Mitrovic 5, Lyida Jakubisova 5, Anika Niederwieser 4, Josefie Huber 3, Meike Schmelzer 2, Saskia Lang 1.
Bietigheim 27-23 Ferencvaros (16-11)
Mörk Bietigheim: Millie Hundahl 5, Fie Woller 5, Antje Lauenroth 4, Karolina Kudlacz-Gloc 4, Ines Ivancok 3, Luisa Schulze 3, Cecilie Woller 2, Mia Biltoft 1.
Mörk Ferencvaros: Marija Jovanovic 7, Zita Szucsanszki 5, Nadine Schatzl 2, Nerea Pena 2, Dorottya Faluvegi 2, Melinda Szikora 1, Rea Meszaros 1, Laura Van der Heijden 1, Noemi Hafra 1, Aniko Kovacsics 1.

EHF Meistaradeild kvenna | 8-liða úrslit
Buducnost – Györi
Ferencvaros – Rostov-Don
CSM Búkarest – Metz
Midtjylland – Vardar
Fyrri leikirnir fara fram 6.-8.apríl og þeir síðari 13.-15.apríl.

Deila