EHF Meistaradeild kvenna | Melinda Szikora með slitið krossband | Vill fara í herferð gegn Gerflor íþróttagólfum

Mynd: Nemzetisport.hu

Melinda Szikora markvörður ungverska liðsins FTC meiddist á hné í upphafi leiks FTC og Rostov-Don í gær. Við skoðun á sjúkrahúsi að leik loknum kom í ljós að hún hefði slitið fremra krossbandið og er því úr leik næsta hálfa árið að minnst kosti. Melinda tilkynnti um þetta á facebook síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún lét í ljós óánægju sína með keppnisgólfin sem eru notuð í Meistaradeildinni. „Það er einn hlutur sem er gjörsamlega óskiljanlegur. Hversu mörg hnémeiðsli þarf til þess að fólk sjái að þetta undirlag hentar ekki íþróttum? Ég myndi glöð fara fyrir herferð gegn Gerflor gólfum“, skrifaði Melinda á facebook síðu sína.

Deila