EHF Meistaradeild kvenna | Leikjadagskrá nýs árs gefin út | Stórslagur CSM og Györi 26.janúar

Mynd: ehfcl.com

Leikjadagskrá milliriðla Meistaradeildar kvenna í handknattleik hefur verið opinberuð og óhætt er að segja að þar reki hver stórleikurinn annan. Strax á fyrsta leikdegi nýs árs, 26.janúar næstkomandi, mætast í milliriðli 1 stórliðin CSM frá Búkarest og ríkjandi Evrópumeistarar Györi. Varla er hægt að teikna upp áhugaverðari leik; með CSM leika kempur á borð við hinar sænsku Nathalie Hagman, Sabinu Jacobsen og Isabelle Gulldén, Amöndu Kurtoviz frá Noregi, Gnonsiane Niombla frá Frakklandi að ógleymdri rúmensku stórskyttunni Cristinu Neagu. Hjá Györi er mannvalið engu síðra, en þar er norska þríeykið Nora Mörk, Stine Bredal Oftedal og Kara Aalvik Grimsbö í stóru hlutverki, auk hinna hollensku Nycke Groot og Yvette Broch, Eduarda Amorim frá Brasilíu, hinnar þýsku Anja Althaus að ógleymdum heimahetjunum Evu Kiss og Anitu Görbicz, drottningu ungverska kvennahandboltans.
Daginn eftir mætast í milliriðli 2 Vardar frá Makedóníu og franska liðið Metz. Veisla.

Sýnt er frá Meistaradeild kvenna í handbolta á SportTV og líklega verður stærsta vandamálið að koma öllum þessum frábæru leikjum fyrir í dagskránni.

Leikjadagskrá Meistaradeild kvenna á nýju ári er eftirfarandi (breytingar gætu verið gerðar á einstaka leiktímum og/eða leikdögum):
Milliriðill 1:
Fös.26.jan. kl.19.30 CSM – Györi
Sun.28.jan. kl.15.50 NFH – Rostov-Don
Sun.28.jan. kl.18.00 Krim Mercator – Midtjylland
Lau.3.feb. kl.15.00 Rostov-Don – Krim Mercator
Sun.4.feb. kl.14.00 Midtjylland – CSM
Mán.5.feb. kl.18.00 Györi – NFH
Lau.10.feb. kl.18.00 Krim Mercator – Györi
Sun.11.feb. kl.15.50 NFH – Midtjylland
Sun.11.feb. kl.17.00 CSM – Rostov-Don
Lau.24.feb. kl.15.00 Rostov-Don – NFH
Sun.25.feb. kl.14.00 Midthylland – Krim Mercator
Mán.26.feb. kl.18.00 Györi – CSM
Lau.3.mars kl.??.?? NFH – Györi
Lau.3.mars kl.18.30 Krim Mercator – Rostov-Don
Sun.4.mars kl.17.30 CSM – Midtjylland
Lau.10.mars kl.15.00 Rostov-Don – CSM
Lau.10.mars kl.16.30 Györi – Krim Mercator
Lau.10.mars kl.18.00 Midtjylland – NFH
Milliriðill 2:
Lau.27.jan. kl.13.00 Thüringer – Bietigheim
Lau.27.jan. kl.16.30 Vardar – Metz
Sun.28.jan. kl.14.00 FTC – Buducnost
Lau.3.feb. kl.18.00 Buducnost – Thüringer
Sun.4.feb. kl.16.00 Bietigheim – Vardar
Sun.4.feb. kl.16.00 Metz – FTC
Lau.10.feb. kl.14.00 Vardar – Buducnost
Lau.10.feb. kl.15.30 FTC – Bietigheim
Sun.11.feb. kl.13.00 Thüringer – Metz
Lau.24.feb. kl.18.30 Buducnost – FTC
Sun.25.feb. kl.14.00 Metz – Vardar
Sun.25.feb. kl.16.00 Bietigheim – Thüringer
Fös.2.mars kl.18.00 Vardar – Bietigheim
Lau.3.mars kl.14.00 FTC – Metz
Sun.4.mars kl.13.00 Thüringer – Buducnost
Lau.10.mars kl.18.30 Buducnost – Vardar
Sun.11.mars kl.16.00 Bietigheim – FTC
Sun.11.mars kl.16.00 Metz – Thüringer

Deila