EHF Meistaradeild kvenna | Leikhlés hnappur verður notaður í fyrsta sinn á Final4 kvenna

EHF mun í fyrsta skipti nota svo kallaðan leikhlés hnapp sem þjálfarar geta ýtt á í stað þess að rétta tímavörðum hið víðfræga græna spjald. Þessi hnappur verður frumsýndur í Final4 kvenna en verður svo einnig notaður í úrslitahelguunum í EHF keppninni þann 19 og 20.maí og Meistaradeild karla þann 26 og 27.maí. Hnappurinn er tengdur við leikklukkuna og því mun leiktíminn stöðvast um leið og ýtt er á hann. EHF er búið að bæta inní reglugerð sína reglur um hvernig skuli bregðast við ef þjálfari ýtir á hnappinn þegar hann á ekki rétt á því að taka leikhlé.

Ef andstæðingur hefur boltann og þjálfari hins liðsins biður um leikhlé skal refsa á eftirfarandi hátt
– Stighækkandi refsins á þjálfara sem bað um leikhlé
– Vítakast til liðsins sem var í sókn
– Það lið sem bað um leikhlé missir eitt leikhlé

Ef andstæðingur er í marktækifæri þegar þjálfari hins liðsins biður um leikhlé skal refsa á eftirfarandi hátt
– Rautt og blátt spjald á þjálfara sem bað um leikhlé
– Vítakast til liðsins sem var í sókn
– Það lið sem bað um leikhlé missir eitt leikhlé

Deila