EHF Meistaradeild kvenna | Leiðin í Final4 | Rostov-Don

Nú þegar það styttist í Final4 helgina í Meistaradeild kvenna er ekki úr vegi að líta aðeins á þau fjögur lið sem koma til með að berjast um titilinn að þessu sinni. Final4 helgin fer fram í Búdapest daganna 12 og 13.maí og má færa rök fyrir því að í ár verða það fjögur bestu lið áflunnar í kvennahandboltanum sem taka þátt í þeirri veislu. Við hjá Sport.is ætlum að birta hugleiðingar um liðin sem um ræðir og fara yfir þeirra helstu styrkleika, veikleika og hver sé helsti x-faktor liðanna. Nú er komið að því að fara yfir rússneska liðið Rostov-Don.

Styrkleiki: Stöðugleiki
Rússneska liðið hefur sennilega komið einna mest á óvart í vetur af þeim fjórum liðum sem eiga sæti í Final4 úrslitahelginni. Nýliðarnir eru án efa það lið sem hefur sýnt mesta stöðugleikann en þær hafa unnið síðustu níu leiki sína í Meistaradeildinni. Með þennan stöðugleika að vopni þá eru þeim allir vegir færir. Þó verða þær að halda einbeitingunni í gegnum þessa tvo daga sem getur reynst mörgum liðuð erfitt.

Veikleikar: Sóknarleikurinn
Þrátt fyrir að Rostov-Don hafi sýnt þennan mikla stöðugleika í vetur getur sóknarleikur liðsins orðið þeirra stærsta hindrun. Þær hafa oftar en ekki lent í vandræðum með það að koma skoti á mark andstæðinganna. Þeim þykir þæginlegast að spila yfirvegaðan sóknarleik sem kemur oft niður á hraða liðsins.

X-factor: Nýliðar
Rússneska liðið kemur til Búdapest sem nýliðar í Final4, sem getur í raun orðið þeirra stærsti kostur. Það að þær hafa unnið síðustu níu leiki sína í Meistaradeildinni sýnir hversu mikil gæði eru í þessu liði. Ekki síður en sú staðreynd að þær hafa unnið bæði CSM og Györ í vetur.

Deila