EHF Meistaradeild kvenna | Larvik tapaði og fleytti Thüringer í milliriðil

Mynd: ehfcl.com

Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik lauk í dag. Larvik, sem átti möguleika á að tryggja sér sæti í milliriðli, tapaði fyrir FTC á heimavelli 21-30 og fleytti þar með Þýskalandsmeisturum Thüringer í milliriðil. Tveir aðrir leikir dagsins höfðu áhrif á milliriðlana þótt liðin hafi verið búin að tryggja sér sæti þar, liðin taka með sér stigin sem þau vinna sér inn í innbyrðisviðureignum efstu þriggja liða og Metz og NFH nældu sér í tvö dýrmæt stig í dag sem þau taka með sér í milliriðla.

EHF Meistaradeild kvenna | Úrslit dagsins
CSM Búkarest 34-22 Vistal Gdynia
Larvik 21-30 FTC
Metz 27-21 Bietigheim
NFH 28-26 Krim Mercator

Milliriðill 1:
CSM Búkarest 6 stig
Györi 6 stig
Rostov-Don 4 stig
NFH 4 stig
Krim Mercator 2 stig
Midtjylland 2 stig

Milliriðill 2:
HC Vardar 8 stig
Metz 6 stig
FTC 4 stig
Buducnost 4 stig
Bietigheim 2 stig
Thüringer 0 stig

Í milliriðlum mætast liðin sem ekki voru saman í riðlum heima og að heiman. Keppni í milliriðlum hefst 26.janúar næstkomandi.

Deila