EHF Meistaradeild kvenna | Larvik mun ekki endurnýja samninginn við Tor Odvar Moen

Mynd:Facebook/Larvik

Forsvarsmenn norska liðsins Larvik sendu frá sér tilkynningu nú um helgina þess efnis að félagði myndi ekki endurnýja samninginn við Tor Odvar Moen, þjálfara liðisins, en samningurinn rennur út að loknu yfirstandandi tímabili. Moen hafði vonast til þess að einhverjar viðræður ættu sér stað áður en þessi ákvörðun var tekin en svo var ekki. „Það var nokkuð grimmt af stjórninni að tilkynnna mér þetta á þessum fundi. Ég hafði vonast til að við gætum talað saman um framtíðina, en í stað þess fékk ég bara þessar fréttir,“ sagði Moen í viðtali við norska blaðið VG.

Larvikur-liðið hefur verið langbesta liðið í norskum kvennahandbolta um áraraðir. Fjárhagsvandræði hafa hins vegar gert það að verkum að félagið hefur þurft að leita að fjárhagsaðstoð og ganga í gegnum niðurskurð sem leiddi til þess að Moen hefur þurft að byggja upp nýtt lið frá grunni. „Ég hef starfað hjá félaginu í 20 ár í hinum ýmsu störfum. Það er mjög erfitt að fá svona fréttir frá félaginu eftir allan þennan tíma, en ég verð að taka því.“

Deila