EHF Meistaradeild kvenna | Kari Grimsbø framlengir við Györi

Mynd: Györi ETO

Norkski landsliðsmarkvörðurinn, Kari Aalvik Grimsbø, hefur framlengt samning sinn við ungverska liðið Györi ETO til ársins 2020. Grimsbø sem er 32 ára hefur veirð á mála hjá ungverska liðinu frá því 2015 og vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð með liðinu. Talið er að með þessum nýja samningi muni Grimsbø hafa um 1,5 milljón norskra króna í árslaun eða um 20 milljón íslenskra króna. „Györ er eitt af stöðugustu liðum í evrópskum kvennahandknattleik. Liðið spilar í Meistaradeildinni á hverju ári og hefur alla borgina á bakvið sig. Þú finnur um leið og þú kemur hingað að félagið á mikla og langa sögu og hefur metnað til þess að vera á toppnum í Evrópu. Þú hefur að vissu leyti tryggt þig og liðið hefur metnað til þess að vera með bestu leikmennina hverju sinni innan sinna raða,“ sagði Grimsbø við undirritunina.

„Fyrir mér hefur Györ alltaf verið stórlið og það félag sem manni dreymir um að fá að spila með. Ég held að það séu ekki margir leikmenn sem myndu segja nei við tækifærinu að spila með Györ. Hér er mikil fagmennska í gangi, allt uppá borðum og fyrir mér er það mjög mikilvægt að hlutirnir séu gerðir vel bæði innan sem og utan vallar.“

Deila