EHF Meistaradeild kvenna | Györi náði fram hefndum

Mynd:Heimasíða Györi ETO

Það var heldur betur stórleikur sem fór fram í kvöld í Meistaradeild kvenna þegar að Györi tók á móti Rostov-Don. Györi var með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum og náðu snemma góðri forystu og leiddu í hálfleik 13-9. Í síðari hálfleik var allt útlit fyrir að Györi ætlaði að vinna þæginlegan sigur en þær ungversku höfðu fimm marka forystu 22-17 þegar um ellefu mínútur voru eftir af leiknum. En þá rankaði rússneska liðið við sér og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru þær búnar að minnka muninn niður í 1 mark og mikil spenna kominn í leikinn. En það var að lokum Stine Bredal Oftedal sem innsiglaði sigur Györ þegar 50 sekúndur voru eftir og þær ungversku höfðu sigur 25-23.

Með þessum sigri náðu Györi toppsætinu í B-riðli.

Györi 25 – 23 Rostov-Don(13-9)
Mörk Györi:Anita Görbicz 5, Eduarda Amorim 5, Nora Mørk 4, Stine Bredal Oftedal 4, Bernadett Bodi 3, Szidonia Puhalak 3, Anja Althaus 1.
Varin skot:Kari Aalvik Grimsbø 9, Eva Kiss 5.
Mörk Rostov-Don:Siraba Dembele 5, Ana Paula Rodrigues Belo 5, Iuliia Managarova 4, Anna Vyakhireva 4, Alexandrina Barbosa 2, Mayya Petrova 1, Katarina Bulatovic 1, Ekaterina Ilina 1.
Varin skot:Mayssa De Oliveira Pessoa 11, Anna Sedoykina 2.

Staðan í B-riðli

Deila