EHF Meistaradeild kvenna | Györ, Rostov-Don og Vardar komin í Final4

Þrír leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna en leikirnir voru síðari leikir liðanna í 8-liða úrslitum. Rostov-Don tók á móti FTC en rússneska liðið hafði tveggja marka forystu eftir fyrri leikinn. Það var mjög snemma ljóst í hvað stefndi í þessum leik en Rostov-Don náðu góðri forystu í upphafi leiks og leiddu með átta mörkum í hálfleik 20-12. Þessa forystu létu þær aldrei af hendi í síðari hálfleiknum og lönduðu öruggum tíu marka sigri 32-22, með þessum sigri náðu þær rússnesku að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins en þær eru komnar í Finalfour helgina í fyrsta skipti. Vardar fékk Midtjylland í heimsókn og var sigur heimastúlkna aldrei í hættu í þessum leik. Vardar vann öruggann sjö marka sigur 32-25 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-12. Györ og Buducnost áttust við í síðasta leik dagsins. Þessi leikur var í járnum allan fyrri hálfleikinn og ljóst að lið Buducnost ætli að selja sig dýrt í þessum leik. Staðan í hálfleik var 15-15 þar sem Buducnost var þó að leika aðeins betur og voru hreinlega óheppnar að fara ekki með forystu inní hálfleikinn. Svartfellingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleiknum og komust í tveggja marka forystu 26-25 þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en þá þær ungversku við sér og náðu að snúa leiknum sér í vil og höfðu að lokum sigur 30-28 og munaði mestu um stórleik Anítu Görbizc en hún skorðaði 11 mörk í leiknum.

Eins og áður segir þá eru Györ, Rostov-Don og Vardar komin í Finalfour úrslitahelgina sem fer fram í Budapest helgina 12. og 13. maí en það kemur í ljós á morgun hvort það verða Metz eða CSM sem hljóta síðasta lausa sætið í þessari miklu handboltaveislu.

Úrslit dagsins

Rostov-Don 32-22 FTC (20-12) Samtals 60-51
Mörk Rostov-Don: Anna Vyakhireva 7, Iuliia Managarova 5, Siraba Dembele 4, Ana Rodrigues 3, Kseniya Makeeva 3, Katarina Bulatovic 3, Ekaterina Ilina 3, Marina Sudakova 2, Alexandrina Barbosa 2.
Varin skot: Anna Sedoykina 14, Mayssa Pessoa 5.
Mörk FTC: Marija Jovanovic 5, Aniko Kovacsics 4, Nerea Pena 4, Viktoria Lukacs 3, Zita Szucsanszki 2, Nadine Schatzl 1, Greta Marton 1, Dorottya Faluvegi 1, Dora Hornyak 1.
Varin skot: Blanka Biro 11, Gréta Hadfi 1.

Vardar 32-25 Midtjylland (17-12) Samtals 56-48
Mörk Vardar: Andrea Lekic 7, Andrea Penezic 5, Jovanka Radicevic 4, Polina Kuznetsova 4, Alexandra Lacrabere 4, Andrea Canadija 3, Andrea Klikovac 1, Mirjeta Bajramoska 1, Barbara Lazovic 1, Dragana Cvijic 1, Sara Ristovska 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 12, Inna Suslina 3.
Mörk Midtjylland: Veronica Kristiansen 8, Helene Hansen 3, Julie Pedersen 3, Louise Burgaard 3, Laura Jensen 2, Annika Jakobsen 2, Judith Sans 1, Helene Fauske 1, Naja Kristensen 1, Emma Friis 1.
Varin skot: Sabine Englert 6, Jessica Ryde 6.

Györ 30-28 Buducnost (15-15) Samtals 56-48
Mörk Györ: Aníta Görbicz 11, Eduarda Amorim 4, Anne Mette Hansen 4, Yvette Broch 3, Mireya Gonzalez 3, Bernadett Bodi 2, Szidonia Puhalak 2, Csenge Fodor 1.
Varin skot: Kari Aalvik Grimsbo 8, Eva Kiss 6.
Mörk Buducnost: Milena Raicevic 9, Tatjana Brnovic 6, Dijana Ujkic 3, Branka Konatar 3, Djurfjina Jaukovic 3, Ivona Oavicevic 2, Matea Pletikosic 1, Cristina Laslo 1.
Varin skot: Darly De Paula 4, Marta Batinovic 2.

Deila