EHF Meistaradeild kvenna | Györ hafði betur gegn CSM

Mynd:Jóhannes Lange

Fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeild kvenna er nýlokið. Györ lék gegn CSM þar sem þær ungversku byrjuðu leikinn af miklum krafti. Varnarleikur Györ var öflugur og það tó CSM rúmar tíu mínútur að skora sitt fyrsta mark. Þær ungversku voru alltaf skrefi framar í fyrri hálfleiknum og fóru með tveggja marka forystu 12-10 í hálfleikinn. Þær rúmensku komu ferskar inní síðari hálfleikinn og greinilegt að Per Johannson hafði farið vel yfir varnarleikinn í hálfleiknum. Því þær voru mun ákveðnari varnarlega og komu Györ í töluverð vandræði sem leiddi til þess að CSM jafnaði leikinn 16-16, þegar um tólf mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Þá ákvað Martin Ambros þjálfari Györ að taka lekkhlé og endurskipulegga leik liðsins. Það leikhlé bar tilætlaðan árangur og þær náðu fjögurra marka forystu 20-16. Þar með gáfust þær rúmensku upp og Györ hafði að lokum sigur 26-20 og eru þar með komnar í úrslitaleikinn sem fer fram á morgun. Það kemur í ljós síðar í dag hvort það verður Vardar eða Rostov-Don sem spila við þær.

EHF Meistaradeild kvenna | Final4 | Undanúrslit

CSM 20-26 Györi ETO (10-12)
Mörk CSM: Cristina Neagu 6, Oana Manea 4, Amanda Kurtovic 4, Mjada Mehmedovic 3, Line Jörgensen 1, Iulia Curea 1, Isabelle Gullden 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 6.
Mörk Györi: Nycke Groot 7, Stine Bredal Oftedal 5, Anita Görbicz 5, Eduarda Amorim 4, Yvette Broch 2, Bernadett Bodi 2, Anja Althaus 1.
Varin skot: Kari Aalvik Grimsbo 10, Eva Kiss 1.

Deila