EHF Meistaradeild kvenna | Bestu nýliðarnir valdir

EHF birti í dag lista yfir þá leikmenn sem eru taldir vera bestu nýliðarnir í Meistaradeild kvenna. Keppni í Meistaradeild kvenna hefst á ný þann 26.janúar með stórleik á milli Györi Audi og CSM Búkarest en þessi lið eru af mörgum talin vera þau líklegust til þess að spila til úrslita í Final4 sem fer fram í Budapest 12-13.maí. SportTV mun að sjálfsögðu sýna frá Meistardeild kvenna þegar keppni hefst á ný sem og henni verður gerð góð skil á sport.is.

Bestu nýliðar í Meistaradeild kvenna:
Laerke Nolsoe Pedersen – 21 árs – vinstra horn – NFH
Cristina Laslo – 21 árs – Miðjumaður – Buducnost
Tjasa Stanko – 20 ára – miðjumaður – Krim
Dorottya Faluvegi – 19 ára – hægra horn – FTC
Szidonia Puhalak – 21 árs – vinstra horn – Györi Audi
Orlane Kanor – 20 ára – vinstri skytta – Metz

Hér má sjá myndband sem EHF setti saman af bestu nýliðum í Meistaradeild kvenna

Deila