EHF Meistaradeild kvenna | Andrea Lekic lengi frá

Mynd:andrealekic.com

Serbneska landsliðskonan Andrea Lekic, sem spilar með Vardar frá Makedóníu, meiddist í leik með félaginu á dögunum. Nú er komið í ljós að meiðslin eru alvarlegri en í fyrstu var talið. Um er að ræða meiðsli á öxl og mun hún verða tvo mánuði frá keppni en þetta þýðir að Andrea Lekic, sem ein af burðarásum liðsins, getur ekki tekið þátt í tveimur síðustu leikjum Vardar í Meistaradeildinni en þær eru í harðri baráttu við Ferencváros um fyrsta sætið í riðlinum. Þessi meiðsli koma einnig í veg fyrir að hún geti spilað með landsliði Serbíu á HM í Þýskalandi sem fer fram núna í desember.

Deila