EHF Meistaradeild kvenna | Amöndu Kurtovic líður vel í Rúmeníu

Mynd:NordicPhotos/Getty

Norska landsliðskonan Amanda Kurtovic söðlaði um í sumar þegar hún ákvað að skipta frá Larvik yfir til rúmenska stórliðsins CSM Bukuresti. Kurtovic sem er 26 ára örventur hornamaður segist líka lífið vel í Rúmeníu og í raun hafi henni aldrei liðið betur. Hún viðurkennir að hún hafi yfirgefið ákveði öryggi þegar hún ákvað að fara frá Larvik og það sé allt annað að spila handbolta í Rúmeníu. CSM Bukuresti er fjárhagslega sterkt félag sem er rækilega stutt af borgarstjóranum sem og öllum borgarbúum og skipar í raun fastan sess í lífi allra Rúmenna. „Ef þú stendur þig ekki þá færðu að heyra það, þú ert í þessu félagi til þess að spila handbolta. Það er allt önnur menning þarna en hjá Larvik og mér líkar það mjög vel. Ég er hér til þess að standa mig og það er þess vegna sem þeir fengu mig til liðs við félagið. Mér líkar einnig við stuðningsfólkið, það tekur virkan þátt í félaginu og troðfyllir höllina okkar á hverjum einasta heimaleik,“ sagði Amanda Kurtovic í viðtalið við norska blaðið VG.

Amanda Kurtovic viðurkennir að flutningarnir frá örygginu i Vestfold í Noregi hafi tekið aðeins á. „Það tók smá tíma að átta mig á öllum aðstæðum bæði innan sem utan vallar. En núna finnst mér að ég sé búinn að átta mig vel á hlutunum. Mér kemur vel saman við stelpurnar og ég elska borgina. Svo er mér farið að ganga betur og betur inná vellinum líka.“

Ferill Kurtovic hefur verið dálítið slitróttur en hún hefur glímt við sinn skerf af meiðslum. Hún missti til að mynda af tveimur heilum tímabilum þegar hún var að jafna sig af erfiðum axlarmeiðlsum eftir Ólympíuleikanna í London árið 2012. Hún átti velgengni að fagna á síðustu leiktíð, varð t.a.m. Evrópumeistari með Noregi og spilaði vel með Larvik þrátt fyrir höfuðmeiðsli í upphafi tímabils og hnémeiðsli undir lok tímabilsins. „Ég er meiðslalaus sem stendur, 7, 9, 13. Það er mikilvægasta fyrir mig núna.“

Deila