EHF Meistaradeild karla | Vardar vann Barcelona og skaust á topp A-riðils

Mynd: NordicPhotos/Getty

Evrópumeistarar Vardar höfðu í dag betur gegn Barcelona í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 27-24, og skutust þar með á topp riðilsins, upp fyrir Rhein-Neckar Löwen. Vuko Borozan var markahæstur í liði Vardar í dag með 6 mörk, Jorge Pena skoraði 5 og þeir Luka Cindric og Timur Dibirov 4 mörk hvor. Valero Rivera var markahæstur í liði Barcelona með 8 mörk og Raul Enterrios skoraði 5 mörk.
Í þessum sama riðli rúllaði Nantes yfir Kristianstad 34-25 og skildi Svíþjóðarmeistarana eftir í neðsta sæti riðilsins.

EHF Meistaradeild karla
A-riðill
Nantes 34–25 Kristianstad
Vardar 27–24 Barcelona

B-riðill
Celja Lasko 33–33 Brest

D-riðill
Besiktas 28–28 Zaporozhye
Medvedi 26–32 Metalurg
Montpellier er í efsta sæti D-riðils með 8 stig eftir fjóra leiki og Zaporozhye í öðru sæti með 6 stig eftir fimm leiki. Þá koma Besiktas og Metalurg með 5 stig, bæði eftir fimm leiki, og Sporting hefur 4 stig eftir fjóra leiki. Medvedi situr á botninum án stiga eftir fimm leiki.

Deila