EHF Meistaradeild karla | Skoraði Dean Bombac mark ársins?

Kielce tapaði í dag á heimavelli fyrir Paris St.Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik, 28-34, og við blasir ærið verkefni í síðari leiknum sem fram fer í París um næstu helgi. Kielce-menn geta þó huggað sig við það að leikstjórnandinn Dean Bombac skoraði snemma leiks eitt af fallegri mörkum ársins, hugsanlega mark ársins, en hugmyndaauðgin og hæfileikarnir eru hreinlega út úr korti. Markið má sjá í spilarnum hér fyrir neðan.

Deila