EHF Meistaradeild karla | Sander Sagosen spjallar um lífið í París

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen sem skipti yfir til PSG frá Álaborg í sumar fór aðeins yfir lífið í París eftir vistaskiptin. Sagosen, sem er 22 ára er einn efnilegasti hanboltaleikmaður heims en hann hefur spilað 64 landsleiki fyrir hönd Noregs og skorað 233 mörk í þeim leikjum. Hann var valinn efnilegasti leikmaður heims þrjú ár í röð,2014/2015 og 2016, af vefmiðlinum Handball-Planet.com. Sagosen var svo valinn besti miðjumaðurinn á evrópumeistaramótinu 2016 og besta vinstri skyttan á heimsmeistaramótinu 2017.

Deila