EHF Meistaradeild karla | PSG vann toppslaginn við Veszprém | Barcelona og Löwen skildu jöfn

Mynd: NordicPhotos/Getty

Paris St.Germain tyllti sér í dag á topp B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik með því að leggja Veszprém í sannkölluðum toppslag með 33 mörkum gegn 28. PSG hefur tólf stig á toppnum, Veszprém ellefu stig í öðru sæti og Flensburg tíu stig í því þriðja. Í stórleik A-riðils gerðu Barcelona og Rhein-Neckar Löwen jafntefli 26-26, sem verður að teljast afrek út af fyrir sig hjá Löwen sem spilaði leik í þýsku úrvalsdeildinni seint í gær. Hvorki gengur né rekur hjá Kiel sem tapaði á heimavelli í dag fyrri Celje Lasko 26-29 og Álaborg tapaði sömuleiðis á heimavelli, 30-34 fyrir Kielce.

A-riðill:
Barcelona 26-26 Rhein-Neckar Löwen

B-riðill:
Paris St.Germain 33-28 Veszprém
Kiel 26-29 Celje Lasko
Álaborg 30-34 Vive Kielce

D-riðill
Met.Skopje 21-27 Montpellier

Deila