EHF Meistaradeild karla | Janus Daði í liði umferðarinnar

Janus Daði Smárason leikmaður danska liðsins Aalborg hefur verið að leika mjög vel á leiktíðinni.  Hann átti enn einn góða leikinn um helgina þegar Aalborg tapaði á heimavelli fyrir pólska liðinu Kielce 30-34.  Janus Daði skoraði 8 mörk í 11 skottilraunum og var valinn í lið sjöundu umferðar Meistaradeildarinnar fyrir frammistöðu sína.  Aalborg er í neðsta sæti B-riðils með 2 stig.

Lið 7.umferðar Meistaradeildar karla:
Vinstra horn: Andre Lind­boe (El­ver­um)
Vinstri skytta: Dmitrii San­talov (Chek­hovskie Medvedi)
Leik­stjórn­andi: Jan­us Daði Smára­son (Aal­borg)
Hægri skytta: Dika Mem (Barcelona)
Hægra horn: Edu­ar­do Kempf (PSG)
Línumaður: And­ers Zachari­assen (Flens­burg)
Markvörður: Andreas Palicka (Rhein-Neckar Löwen)

Deila