EHF Meistaradeild | Barcelona átti ekki í vandræðum með Zagreb

Barcelona vann öruggan og sannfærandi sigur á Zagreb, 32-24, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Börsungar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora fimm fyrstu mörk leiksins og þeir höfðu einmitt fimm marka forystu í hálfleik, 16-11. Aron Pálmarsson lék ágætlega fyrir Barcelona og skoraði tvö stórglæsileg mörk.

Zagreb lék í kvöld sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara, goðsagnarinnar Zlatko Saracevic, og ljóst má vera að hann á talsvert verk fyrir höndum. Varnarleikur liðsins var tæplega til útflutnings framan af, en skánaði þó eftir því sem á leið. Zagreb er í baráttu við Kristanstad og Wisla Plock um sjötta sætið í A-riðli, síðasta sætið sem skilar liði inn í næstu umferð, og á m.a. eftir að mæta báðum þessum liðum áður en yfir lýkur.

Zagreb 24-32 Barcelona (11-16)
Mörk Zagreb: Zarko Markovic 6, Leon Susnja 4, Igor Vori 3, Josip Valcic 3, Zlatko Horvat 2, Damir Bicanic 2, Luka Mrakovcic 1, Tin Lucin 1, Valentino Ravnic 1, Martio Vuglac 1.
Varin skot: Matevz Skok 10, Urh Kastelic 1.
Mörk Barcelona: Valero Rivera 7, Dika Mem 7, Victor Tomás 6, Raul Entrerrios 3, Cedric Sorhaindo 2, Timothey N´Guessan 2, Alexis Borges 2, Aron Pálmarsson 2, Moreno Vargas 1.
Varin skot: Moreno Vargas 10.

Deila