EHF Meistaradeild | Ademar Leon tryggði sér sæti í umspili | Velenje sá aldrei til sólar gegn Skjern

Mynd:EHF

Spænska handknattleiksliðið Ademar Leon tryggði sér í dag sæti í umspili C- og D-riðla Meistaradeildar Evrópu í handknattleik með því að vinna Elverum á útivelli 30-25. Ademar barðist við Gorenje Velenje um annað sæti C-riðils og þar með sæti í umspili, Velenje heimsótti Skjern og gerði hressilega upp á bak; Skjern vann leikinn 35-20.

Gorenje Velenje nægði jafntefli gegn Skjern í Herning í dag til að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt í Meistaradeildinni, en slóvenska liðið, sem vann alla heimaleiki sína í riðlakeppninni, sá aldrei til sólar í Danmörku. Skjern hafði unnið sína heimaleiki með rétt tæplega tíu marka mun að meðaltali og þeir bættu þá tölfræði í dag með heilsteyptum og ágætum leik. Slóvenska liðið virtist aldrei hafa trú á verkefninu, spilaði hægan og árangurslítinn sóknarleik og því fór sem fór.
Leikur Elverum og Ademar Leon var hins vegar hin ágætasta skemmtun, Norðmennirnir alls ekki á þeim buxunum að gera Spánverjum það auðvelt að komast í umspilið og staðan í hálfleik var jöfn, 15-15. Jafnræði var með liðunum fram yfir miðjan síðari hálfleikinn, en þá sigu Spánverjarnir fram úr, tryggði sér sanngjarnan sigur sem tryggði sætið í umspilinu. Fyllilega verðskuldað.

Í umspilinu, sem fram fer í lok febrúar á næsta ári, mætast Skjern og Zaporozhye annars vegar og Montpellier og Ademar Leon hins vegar.

Skjern 35-20 Gorenje Velenje (18-9)
Skjern: Markus Olsson 7, Kasper Söndergård 6, Rene Rasmussen 5, Anders Eggert 4, Cornelius Åstrup 4, Bjarke Christensen 3, Tandri Már Konráðsson 2, Christoffer Mikkelsen 1, Jesper Konradsson 1, Lasse Hamann-Boeriths 1, Bjarte Myrhol 1.
Varin skot: Tibor Ivanisevic 7, Emil Nielsen 6.
Gorenje Velenje: Nejc Cehte 4, Alem Toskic 4, Matjaz Brumen 3, Robert Markotic 2, Matic Verdinek 2, Jan Tajnik 2, Zarko Pejovic 2, Rok Ovnicek 1.
Varin skot: Klemen Ferlin 3, Rok Zaponsek 2.
Elverum 25-30 Ademar Leon (15-15)
Elverum: Tine Poklar 5, Andre Lindboe 4, Jonas Burud 3, Richard Hanisch 3, Kevin Gulliksen 3, Aleksander Börresen 2, Kristian Krag Örsted 2, Nikolaj Mehl 1, Hakon Ekren 1, Magnus Frederikson 1.
Varin skot: Morten Nergård 13.
Ademar Leon: Mario Lopez 6, Juan Antonio Garcia 5, David Fernandez 5, Juan Jose Fernandez 5, Sebastian Simonet 4, Alejandro Costoya 2, Rodrigo Perez 1, Diego Pineiro 1, Adrian Casqueiro 1.
Varin skot: Ignacio Biosca 5, Vladimir Cupara 5.

Deila