EHF Meistardeild kvenna | Leiðin í Final4 | Vardar

Nú þegar það styttist í Final4 helgina í Meistaradeild kvenna er ekki úr vegi að líta aðeins á þau fjögur lið sem koma til með að berjast um titilinn að þessu sinni. Final4 helgin fer fram í Búdapest daganna 12 og 13.maí og má færa rök fyrir því að í ár verða það fjögur bestu lið áflunnar í kvennahandboltanum sem taka þátt í þeirri veislu. Við hjá Sport.is ætlum að birta hugleiðingar um liðin sem um ræðir og fara yfir þeirra helstu styrkleika, veikleika og hver sé helsti x-faktor liðanna. Nú er komið að því að fara yfir makedónska liðið Vardar.

Styrkleikar: Samvinna Lekic-Cvijic
Að spila gegn Vardar hefur verið eins og lenda fyrir lest fyrir nokkur lið í Meistaradeildinni í vetur þvílíkur er krafturinn í makedónska liðinu. En til þess að draumar Vardar verði að veruleika þá þurfa þær á samvinnu Lekic og Cvijc að halda sem aldrei fyrr. Það er góðar líkur á því að það gerist vegna þess að þær hafa gengið í gegnum þetta áður og vita hvað þarf til þess að vinna þennan eftirsóttta titil.

Veikleikar: Ofmat
Í raun er erfiðarara að telja upp hvað hefur ekki gengið upp hjá makedónska liðinu í vetur. Árangur liðsins hefur verið ótrúlegur en hversu oft höfum við ekki séð það áður að þeim hafi gengið frábærlega fram að úrslitunum. Það er einmitt ástæðan fyrir því að Vardar hefur aldrei unnið Final4 og að mestu leyti af því að þær hafa oftar en ekki ofmetið eigin getu og lent í vandræðum þegar á hólminn er komið.

X-factor: Kveðjustund
Þegar lið lenda í brekku þá þarf það oftar en ekki á að halda einhverri góðri mótíveringu. Leikmenn Vardar hafa fundið hana en þetta er þeirra síðasta tímabil saman og þeirra lokatækifæri til þess að vinna Meistaradeildina saman. Það er eitthvað sem þær vilja gera og við gætum átt von á að sjá miklar tilfinningar brjóstast út hjá þeim ef að þeim tekst það ætlunarverk sitt.

https://www.youtube.com/watch?v=rcGIaOPEkV

Deila