Dominosdeild kvenna | Valsstúlkur töpuðu öðrum leiknum í röð | Allt í hnút í toppbaráttunni

Þrjú lið eru efst og jöfn á toppi Dominosdeildar kvenna í körfuknattleik eftir níu umferðir; Haukar, Valur og Skallagrímur hafa öll 12 stig í þremur efstu sætunum og Stjarnan, Keflavík og Breiðablik fylgja þar fast á eftir með 10 stig hvert félag. Valsstúlkur töpuðu í dag öðrum leik sínum í röð, nú fyrir Keflavík 74-81, Haukar rúlluðu yfir Njarðvík 98-57 og Skallagrímur hafði betur gegn Snæfelli 67-56.

Njarðvík-Haukar 57-98 (8-28, 14-30, 13-24, 22-16)
Njarðvík: Shalonda R. Winton 20/8 fráköst, María Jónsdóttir 7/11 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/5 stoðsendingar, Erna Freydís Traustadóttir 6, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Ína María Einarsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.
Haukar: Cherise Michelle Daniel 30/10 fráköst/5 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 7/14 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6, Dýrfinna Arnardóttir 5, Magdalena Gísladóttir 2, Fanney Ragnarsdóttir 0/5 fráköst.
Dómarar: Jón Guðmundsson, Jakob Árni Ísleifsson, Georgia Olga Kristiansen

Snæfell-Skallagrímur 56-67 (6-20, 14-18, 20-14, 16-15)
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 22/10 fráköst/8 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Anna Soffía Lárusdóttir 7/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/8 fráköst.
Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 36/18 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/9 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/9 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2/4 fráköst.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson

Valur-Keflavík 74-81 (20-25, 24-23, 16-14, 14-19)
Valur: Alexandra Petersen 17/7 fráköst/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/3 varin skot.
Keflavík: Brittanny Dinkins 35/9 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 9/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/5 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/9 fráköst/3 varin skot.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Halldor Geir Jensson, Gunnlaugur Briem

Breiðablik-Stjarnan 74-70 (22-10, 14-24, 19-18, 19-18)
Breiðablik: Ivory Crawford 24/14 fráköst/8 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 13/11 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Auður Íris Ólafsdóttir 7/10 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6.
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/11 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 15/6 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/14 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 3/4 fráköst.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson

Staðan í Dominosdeild kvenna er áhugaverð, svo ekki sé fastara að orði kveðið, og líklega þarf að blása ryk af sögubókum til að finna tímabil þar sem staða sex efstu liða getur snarbreyst jafn hressilega í einni umferð. Haukar, Valur og Skallagrímur hafa öll 12 stig, Stjarnan, Keflavík og Breiðablik 10 stig, Snæfell 6 stig og Njarðvík er án stiga.

Næstu leikir:
29.11. Haukar-Snæfell
29.11. Skallagrímur-Valur
29.11. Keflavík-Breiðablik
29.11. Stjarnan-Njarðvík

Deila