Dominosdeild kvenna | Valsstúlkur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn

Valur hafði í kvöld betur gegn Keflavík 99-82 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Dominosdeildar kvenna í körfuknattleik og tryggðu sér þar með sigur í einvíginu, 3-1. Valur mætir Haukum í úrslitarimmunni.
Valsstúlkur voru í bílstjórasætinu framan af leik í kvöld, höfðu sautján stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann, en Keflavík svaraði með ágætum leik í öðrum leikhluta og nuddaði forystuna niður í sjö stig áður en fyrri hálfleik lauk, 54-47. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta, sem Keflavíkurmeyjar unnu með þriggja stiga mun og Íslandsmeistararnir gerðu gott betur í þeim fjórða, komust yfir um hann miðjan, en Valsstúlkur settu þá í gírinn og tryggðu sér öruggan sigur.

Dominosdeild kvenna | Undanúrslit | Leikur 4
Valur 99-82 Keflavík (33-16, 21-31, 11-14, 34-21)
Valur: Aalyah Whiteside 26/10 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 18/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 5/6 stolnir.
Keflavík: Brittanny Dinkins 35/5 fráköst/10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 3/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen

Deila