Dominosdeild kvenna | Skallagrímur vann Hauka | Valsstúlkur einar á toppnum

Heil umferð var á dagskrá Dominosdeildar kvenna í körfuknattleik í kvöld þar sem Skallagrímsstúlkur m.a. sýndu það og sönnuðu að þær eru til alls líklegar; Skallagrímur hafði þriggja stiga sigur á Haukum 68-65 og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Hafnarfjarðarliðinu í deildinni. Valsstúlkur sitja einar á toppnum eftir sigur á Stjörnunni í hörkuleik 85-83, en þar stóð allt á jöfnu í upphafi fjórða leikhluta. Snæfell vann Breiðablik 89-85 með ótrúlegum spretti í fjórða og síðasta leikhluta, sem Hólmarar unnu með nítján stiga mun. Keflavík vann granna sína í Njarðvík með tuttugu stiga mun, 74-54, og Njarðvíkingar eru því enn án stiga á botni deildarinnar.

Dominosdeild kvenna | Úrslit kvöldsins
Skallagrímur-Haukar 68-65 (19-20, 12-6, 19-25, 18-14)
Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 41/19 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst.
Haukar: Cherise Michelle Daniel 23/10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/16 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 14/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 1, Þóra Kristín Jónsdóttir 0/5 fráköst.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jakob Árni Ísleifsson
Keflavík-Njarðvík 74-54 (26-13, 20-13, 13-14, 15-14)
Keflavík: Brittanny Dinkins 27/6 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 6/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.
Njarðvík: Shalonda R. Winton 15/20 fráköst, María Jónsdóttir 9/8 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 4/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 4, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/6 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Ína María Einarsdóttir 3, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0/4 fráköst.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson
Breiðablik-Snæfell 85-89 (24-24, 23-13, 24-19, 14-33)
Breiðablik: Ivory Crawford 29/12 fráköst/6 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/14 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 9, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 7/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 41/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 34, Andrea Bjort Olafsdottir 4/5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 3.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson, Sveinn Bjornsson
Valur-Stjarnan 85-83 (20-18, 24-15, 17-28, 24-22)
Valur: Hallveig Jónsdóttir 28/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Alexandra Petersen 13/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 2.
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 20/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/5 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Jenný Harðardóttir 3, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Johann Gudmundsson, Friðrik Árnason

Valur hefur 12 stig í efsta sæti Dominosdeildar að sjö umferðum afloknum, Haukar hafa 10 stig í öðru sæti og Stjarnan og Skallagrímur sitja í þriðja og fjórða sæti með 8 stig hvort félag. Þá koma Keflavík, Snæfell og Breiðablik öll með 6 stig og Njarðvík situr í neðsta sæti án stiga.

Deila