Dominosdeild kvenna | Haukar sigruðu Breiðablik

Einn leikur fór fram í Dominosdeild kvenna í kvöld þegar Breiðablik sótti Hauka heim. Haukar sigruðu leikinn 87-69 og eru þar með komnar með fjórtán stig og sitja í þriðja sæti deildarinnar. Þegar tólf umferðum er lokið í Domninosdeild kvenna er Valur með átján stig og hafa tveggja stiga forystu á Keflavík sem situr í öðru sætinu.

Haukar-Breiðablik 87-69 (24-16, 21-12, 26-17, 16-24)
Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/22 fráköst, Cherise Michelle Daniel 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 15, Dýrfinna Arnardóttir 13, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Magdalena Gísladóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/9 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Fanney Ragnarsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0.
Breiðablik: Ivory Crawford 33/11 fráköst/5 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 17/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 10/11 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Friðmey Rut Ingadóttir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Einar Þór Skarphéðinsson, Aron Runarsson

Staða:
1 Valur 12 9 3 985 – 900 18
2 Keflavík 12 8 4 992 – 916 16
3 Haukar 12 7 5 926 – 841 14
4 Stjarnan 12 7 5 916 – 832 14
5 Skallagrímur 12 6 6 912 – 920 12
6 Breiðablik 12 6 6 895 – 914 12
7 Snæfell 12 5 7 867 – 896 10
8 Njarðvík 12 0 12 726 – 1000 0

Deila