Dominosdeild karla | Valur vann Stjörnuna í framlengdum leik | Grindavík sannfærandi gegn KR

Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Stjörnuna í Dominosdeild karla í körfuknattleik í kvöld í framlengdum spennuleik, 110-104, og unnu þar með annan sigur sinn á leiktíðinni. Þá sýndu Grindvíkingar mátt sinn og megin og lögðu Íslandsmeistara KR með nokkuð sannfærandi hætti 94-84.
Þegar sex umferðum er lokið í Dominosdeild karla eru ÍR og Tindastóll í efstu sætum með 10 stig og Keflavík, Grindavík, KR og Njarðvík hafa öll hlotið 8 stig. Haukar sitja í sjöunda sæti með 6 stig og í næstu sætum koma Valur, Stjarnan og Þór Ak. með 4 stig. Þór Þorlákshöfn er í ellefta og næstneðsta sæti með 2 stig og Höttur er án stiga á botninum.

Dominosdeild karla | Úrslit kvöldsins:
Valur-Stjarnan 110-104 (23-20, 28-25, 21-18, 27-36, 11-5)
Valur: Austin Magnus Bracey 34, Urald King 32/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 10/4 fráköst, Benedikt Blöndal 9/10 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 8/8 fráköst, Illugi Steingrímsson 8, Oddur Birnir Pétursson 5, Gunnar Ingi Harðarson 2, Sigurður Páll Stefánsson 2.
Stjarnan: Róbert Sigurðsson 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 23/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/12 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6/6 fráköst.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson

Grindavík-KR 94-84 (24-14, 18-21, 27-24, 25-25)
Grindavík: Rashad Whack 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/14 fráköst/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 6, Þorsteinn Finnbogason 5, Ómar Örn Sævarsson 2.
KR: Kristófer Acox 23/10 fráköst, Jalen Jenkins 20/17 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/6 fráköst, Björn Kristjánsson 12, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 5.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson

Deila