Dominosdeild karla | Undanúrslit | Stólarnir unnu ÍR í Breiðholti | KR vann Hauka í Hafnarfirði

Undanúrslit karla í körfubolta um Íslandsmeistaratitilinn héldu áfram í kvöld. Einvígin voru jöfn 1-1 fyrir leiki kvöldsins. ÍR tók á móti Tindastóli og Haukar mættu KR í Hafnarfirði.
ÍR tók á móti Tindastóli og sem fyrr var hart barist í einvígi liðanna. Tindastóll var 41-35 yfir í hálfleik en ÍR komst yfir 51-50. Tindastóll leiddi 55-53 eftir þrjá leikhluta og í fjórða leikhluta voru Sauðkrækingar miklu betri og unnu með 15 stiga mun, 84-69. Þar með leiðir Tindastóll 2-1 í einvíginu og næsti leikur fer fram fyrir norðan.
Haukar tóku á móti KR og þar var mikil spenna allan leiktímann. Haukar voru 37-35 yfir í hálfleik og eftir þrjá leikhluta var staðan 56-55 Haukum í vil. Síðustu sekúntur leiksins voru æsispennandi en KR hafði eins stig sigur, 84-83 og KR leiðir 2-1 í einvíginu. Næsti leikur fer fram á heimavelli KR.

Dominosdeildin – Úrslitakeppnin – Undanúrslit:
ÍR 69-84 Tindastóll (24-23, 11-18, 18-14, 16-29)
Stig ÍR: Danero Thomas 24/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/5 stoðsendingar, Ryan Taylor 13/12 fráköst/4 varin skot, Kristinn Marinósson 5, Sveinbjörn Claessen 4/9 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2.
Stig Tindastóls: Antonio Hester 31/14 fráköst/4 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 24/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 14/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4/4 fráköst, Viðar Ágústsson 3, Axel Kárason 3/9 fráköst.

Haukar 83-84 KR (15-14, 22-21, 19-20, 27-29)
Stig Hauka: Kári Jónsson 21, Haukur Óskarsson 17, Paul Anthony Jones III 16/8 fráköst, Emil Barja 14/13 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 6, Breki Gylfason 4/4 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 3/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2.
Stig KR: Kristófer Acox 18/11 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16, Helgi Már Magnússon 12, Kendall Pollard 12/9 fráköst, Björn Kristjánsson 11/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11, Pavel Ermolinskij 4/9 fráköst.

Deila