Dominosdeild karla | Þórsarar unnu sinn annan sigur

Þór frá Þorlákshöfn hafði í kvöld tíu stiga sigur á Val, 78-68, í Dominosdeild karla í körfuknattleik og Þórsarar lönduðu þar með öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og höfðu fimm stiga forystu að fyrsta leikhlutanum afloknum, en Hlíðarendapiltar skoruðu aðeins níu stig í öðrum leikhluta, Þórsarar 22, og þar lögðu heimamenn grunninn að góðum sigri.
Þórsliðin tvö eru nú jöfn að stigum í Dominosdeild karla, bæði með fjögur stig, Akureyringar sitja í tíunda sæti og Þorlákshafnarbúar í því ellefta.

Þór Þ.-Valur 78-68 (15-20, 22-9, 18-21, 23-18)
Þór Þ.: DJ Balentine II 23, Ólafur Helgi Jónsson 15/10 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14, Emil Karel Einarsson 14/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Jesse Pellot-Rosa 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2/9 fráköst/6 stoðsendingar.
Valur: Austin Magnus Bracey 23/4 fráköst, Urald King 21/16 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/7 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Birgir Björn Pétursson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 3/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson

Tindastóll er í efsta sæti Dominosdeildar karla eftir átta umferðir með 14 stig, ÍR-ingar hafa 10 stig í öðru sæti og síðan koma fjögur lið með 10 stig hvert; Haukar, KR, Keflavík og Njarðvík. Stjarnan og Grindavík hafa 8 stig, Valur 6 stig, Þórsliðin tvö hafa 4 stig hvort og Höttur er á botninum án stiga.

Deila