Dominosdeild karla | Leik Grindavíkur og Þórs Þ. frestað vegna veikinda

Leik Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Dominosdeild karla í körfuknattleik sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda leikmanna Þorlákshafnarliðsins.

Í tilkynning Körfuknattleikssambandsins segir:
Mótanefnd samþykkti beiðni Þórs eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfestir að stór hluti leikmanna Þórs eru óleikfærir vegna veikinda.

Einn leikur er á dagskrá Dominosdeildar karla í kvöld, en klukkan 20 verður flautað til leiks Hauka og Þórs frá Akureyri í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði.

Deila