Dominosdeild karla | KR-ingar eru Íslandsmeistarar!

KR varð í kvöld Íslandsmeistari í körfuknattleik karla fimmta árið í röð. KR hafði betur gegn Tindastóli í fjórða leik úrslitarimmu Dominosdeildarinnar 89-73 og vann einvígið 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á Sauðárkróki með sannfærandi hætti. Tveir leikhlutar vógu þungt í kvöld, sá fyrsti og sá þriðji, en þessa leikhluta unnu KR-ingar með tólf og sjö stiga mun. Reynsla, hugarfar og kænska KR-inga kom sér vel í þessari rimmu og afrekið er einstakt, fimm Íslandsmeistaratitlar í röð er efni í heila bók. Einvígi KR og Tindastóls verður lengi í minnum haft og Stólarnir eiga að sjálfsögðu sinn hlut í þeirri söguskráningu og geta gengið hnarreistir frá borði; stórir sigrar, eftirminnileg augnablik, umdeilanleg atvik og sætir sigrar.

Dominosdeild karla | Úrslit | Leikur 4
KR 89-73 Tindastóll (24-12, 20-21, 23-16, 22-24)
KR: Kristófer Acox 23/15 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/4 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kendall Pollard 9/5 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Marcus Walker 2.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 27, Antonio Hester 15/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/10 fráköst/9 stoðsendingar, Axel Kárason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Viðar Ágústsson 3, Friðrik Þór Stefánsson 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson

Deila