Dominosdeild karla | ÍR vann KR og situr á toppnum | Engin bikarþynnka í Stólunum

ÍR-ingar sitja einir á toppi Dominosdeildar karla í körfuknattleik þegar tveimur leikjum fjórtándu umferðar er ólokið, unnu KR-inga í kvöld 87-78 og hafa tveggja stiga forystu á KR, Hauka og Tindastól í efsta sæti. Nýkrýndir Maltbikarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa talsvert fyrir fimm stiga sigri á Þór á Akureyri, 77-72, höfðu fimmtán stiga forystu í hálfleik og náðu að verjast áhlaupi heimamanna í síðari hálfleik. Stjarnan var í svipuðum málum á heimavelli gegn Njarðvík; hafði þrettán stiga forystu í hálfleik en landaði að lokum tveggja stiga sigri, 77-75. Þá vann Þór dýrmætan sigur á Haukum í Þorlákshöfn 93-85. Haukar höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik, en Þórsarar réðu ferðinni í þeim síðari og voru sannfærandi í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Fjórtándu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattsleik lýkur annað kvöld; Valur og Höttur mætast klukkan 19.15 og Grindavík og Keflavík eigast við klukkan 20.00.

Dominosdeild karla | 14.umferð | Úrslit kvöldsins

Þór Ak.-Tindastóll 72-77 (16-24, 14-21, 20-16, 22-16)
Þór Ak.: Nino D’Angelo Johnson 25/14 fráköst/3 varin skot, Hilmar Smári Henningsson 13, Pálmi Geir Jónsson 9/4 fráköst, Sindri Davíðsson 8, Júlíus Orri Ágústsson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 4/5 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 2.
Tindastóll: Antonio Hester 20/8 fráköst, Brandon Garrett 12, Hannes Ingi Másson 11, Pétur Rúnar Birgisson 11/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Þór Stefánsson 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 3, Helgi Rafn Viggósson 2.
Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson

ÍR-KR 87-78 (17-22, 24-19, 22-16, 24-21)
ÍR: Ryan Taylor 34/9 fráköst, Danero Thomas 12/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 10/8 fráköst/11 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 9/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Kristinn Marinósson 6, Sveinbjörn Claessen 5, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2/5 fráköst.
KR: Brandon Penn 17/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Kristófer Acox 13/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Darri Hilmarsson 13/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Zaccery Alen Carter 2, Veigar Áki Hlynsson 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson

Stjarnan-Njarðvík 77-75 (22-16, 23-16, 15-24, 17-19)
Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 24/12 fráköst, Róbert Sigurðsson 15/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 14/12 fráköst, Sherrod Nigel Wright 10/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Collin Anthony Pryor 6/8 fráköst.
Njarðvík: Terrell Vinson 16/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 16/4 fráköst, Logi Gunnarsson 15/4 fráköst, Kristinn Pálsson 9/9 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Snjólfur Marel Stefánsson 4/9 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Ragnar Helgi Friðriksson 2.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem

Þór Þ.-Haukar 93-85 (30-24, 11-19, 28-24, 24-18)
Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 28, DJ Balentine II 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 16/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 14/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 13, Magnús Breki Þórðason 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 1, Óli Ragnar Alexandersson 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.
Haukar: Paul Anthony Jones III 24/8 fráköst, Breki Gylfason 19/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 11/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/5 fráköst, Kári Jónsson 10/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 5/6 fráköst, Haukur Óskarsson 4/5 fráköst, Emil Barja 2, Arnór Bjarki Ívarsson 0/4 fráköst.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason, Aðalsteinn Hrafnkelsson

ÍR hefur 22 stig í efsta sæti, KR, Haukar og Tindastóll hafa 20 stig, Njarðvik 16 stig og Stjarnan, Keflavík og Grindavík hafa öll 14 stig, en Keflavík og Grindavík eiga leik sinn annað kvöld til góða. Þór Þ. hefur 10 stig, Valur 8 stig, Þór Ak. 6 stig og Höttur er án stiga. Valur og Höttur eiga leik til góða.

Deila