Dominosdeild karla | ÍR upp að hlið Tindastóls | Keflavík vann grannaslaginn suður með sjó

ÍR-ingar skutust í kvöld upp að hlið Tindastólsmanna á toppi Dominosdeildar karla í körfuknattleik, um stundarsakir í það minnsta, með því að vinna Grindavík í níundu umferð deildarinnar með 97 stigum gegn 90. ÍR og Tindastóll hafa 14 stig í tveimur efstu sætunum, en Stólarnir eiga útileik gegn KR annað kvöld til góða. Keflavík fylgir toppliðunum fast eftir, hefur 12 stig eftir sigur á grönnum sínum í Njarðvík 85-81, jafnmörg stig og Haukar, sem unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni í kvöld 96-83. Valsmenn eru komnir upp undir miðja deild eftir sigur á Þór frá Akureyri í kvöld, 98-83.

Njarðvík-Keflavík 81-85 (22-13, 21-29, 20-16, 18-27)
Njarðvík: Terrell Vinson 24/12 fráköst/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 16/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Logi Gunnarsson 6/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/7 fráköst.
Keflavík: Reggie Dupree 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Stanley Earl Robinson 13/16 fráköst/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 10/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Guðmundur Jónsson 8, Hilmar Pétursson 4, Magnús Már Traustason 3, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson
Áhorfendur: 1100

Stjarnan-Haukar 83-96 (27-22, 22-24, 17-17, 17-33)
Stjarnan: Sherrod Nigel Wright 18/10 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 17/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 13/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 1.
Haukar: Paul Anthony Jones III 28/6 fráköst, Kári Jónsson 24/8 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Kristján Leifur Sverrisson 14/7 fráköst, Emil Barja 6/5 stolnir, Hjálmar Stefánsson 4, Breki Gylfason 3/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Runarsson

ÍR-Grindavík 97-90 (23-27, 20-19, 29-21, 25-23)
ÍR: Ryan Taylor 35/11 fráköst/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 23/6 stoðsendingar, Danero Thomas 21/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 9/4 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 5, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 1/4 fráköst.
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 22/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/12 fráköst, Rashad Whack 21, Ingvi Þór Guðmundsson 11, Ólafur Ólafsson 6/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 stoðsendingar.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson, Friðrik Árnason

Valur-Þór Ak. 98-83 (29-23, 18-28, 28-12, 23-20)
Valur: Urald King 23/19 fráköst, Birgir Björn Pétursson 17/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/5 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13, Benedikt Blöndal 13/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Oddur Birnir Pétursson 8, Illugi Steingrímsson 4/6 fráköst/3 varin skot, Elías Kristjánsson 3, Sigurður Dagur Sturluson 2.
Þór Ak.: Marques Oliver 24/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 20/4 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 12/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 9, Sindri Davíðsson 9, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Pálmi Geir Jónsson 4/10 fráköst, Svavar Sigurður Sigurðarson 0, Ragnar Ágústsson 0/5 fráköst.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson

Staða:
1 ÍR 9 7 2 741 – 697 14
2 Tindastóll 8 7 1 695 – 580 14
3 Keflavík 9 6 3 826 – 776 12
4 Haukar 9 6 3 806 – 711 12
5 KR 8 5 3 672 – 634 10
6 Njarðvík 9 5 4 758 – 760 10
7 Valur 9 4 5 776 – 790 8
8 Stjarnan 9 4 5 767 – 762 8
9 Grindavík 9 4 5 802 – 802 8
10 Þór Þ. 9 3 6 692 – 763 6
11 Þór Ak. 9 2 7 710 – 793 4
12 Höttur 9 0 9 663 – 840 0

Deila