Dominosdeild karla | Höttur vann í Keflavík | Njarðvík hafði betur í grannaslagnum | ÍR og Tindastóll máttu hafa fyrir hlutunum

Óvænt úrslit urðu í Dominosdeild karla í körfuknattleik í kvöld þegar Höttur gerði sér lítið fyrir og vann Keflavík á útivelli 95-93. Þetta var aðeins annar sigur Hattarmanna í deildinni á þessari leiktíð, en Keflvíkingum gengur bölvanlega að safna stigum á heimavelli. Keflavík hefur aðeins unnið þrjá leiki á heimavelli, tapað sex, en hefur hins vegar unnið fimm útileiki og tapað fjórum.
Njarðvík vann grannslaginn í Grindavík 92-89 og sannaði þar hið fornkveðna að leiknum er ekki lokið fyrr en lokaflautan gellur. Grindvíkingar voru lengstum í bílstjórasætinu, en Njarðvíkingar sigu fram úr á ögurstundu og unnu dýrmætan sigur. ÍR mátti hafa talsvert fyrir sigri á Val að Hlíðarenda, 83-77, og það sama verður sagt um Tindastól, sem vann Þór í Þorlákshöfn 89-85. Þá fagnaði Stjarnan sigri gegn Þór á Akureyri, 88-75, og bókaði þar með að gestaliðin stóðu uppi sem sigurvegarar í öllum leikjum kvöldsins.

Fjögur lið eru efst og jöfn í Dominosdeild karla; Haukar, ÍR, KR og Tindastóll hafa öll hlotið 26 stig, en KR á leik til góða. Njarðvík sigur í fimmta sæti með 22 stig, Stjarnan og Grindavík hafa 18 stig og Keflavík 16 stig í áttunda sæti. Þór frá Þorlákshöfn er í níunda sæti með 14 stig og Valur hefur 10 stig í tíunda sæti. Tvö neðstu liðin eru Þór Akureyri með 6 stig og Höttur með 4 stig.

Dominosdeild karla | 18.umferð
Keflavík-Höttur 93-95 (26-24, 22-22, 18-19, 27-30)
Keflavík: Christian Dion Jones 28/14 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 17, Ragnar Örn Bragason 10, Guðmundur Jónsson 6/6 fráköst/6 stolnir, Reggie Dupree 5/7 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 5/7 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 2.
Höttur: Kelvin Michaud Lewis 35/7 fráköst/8 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 17/10 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 13/6 fráköst, Brynjar Snær Grétarsson 12/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 4/8 fráköst, Andrée Fares Michelsson 3.
Dómarar: Halldor Geir Jensson, Einar Þór Skarphéðinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson
Grindavík-Njarðvík 89-92 (31-31, 26-19, 18-24, 14-18)
Grindavík: J’Nathan Bullock 18/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 11, Dagur Kár Jónsson 10/11 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/5 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 8/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson.
Njarðvík: Terrell Vinson 27/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ragnar Agust Nathanaelsson 13/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 12/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Kristinn Pálsson 8/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 6.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson
Þór Ak.-Stjarnan 75-88 (13-20, 19-26, 23-16, 20-26)
Þór Ak.: Ingvi Rafn Ingvarsson 19/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hilmar Smári Henningsson 13, Bjarni Rúnar Lárusson 12/5 fráköst, Marques Oliver 9/7 fráköst, Nino D’Angelo Johnson 8/8 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Sindri Davíðsson 2.
Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 21/11 fráköst, Collin Anthony Pryor 16/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 13, Darrell Devonte Combs 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 12/8 fráköst/6 varin skot, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Egill Agnar Októsson 3, Dúi Þór Jónsson 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frimannsson, Friðrik Árnason
Valur-ÍR 77-83 (20-20, 21-24, 22-22, 14-17)
Valur: Urald King 25/19 fráköst/5 varin skot, Austin Magnus Bracey 13/4 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 9, Birgir Björn Pétursson 9, Benedikt Blöndal 8/4 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 0/4 fráköst.
ÍR: Kristinn Marinósson 17, Danero Thomas 15/8 fráköst/5 stolnir, Ryan Taylor 15/7 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 15, Sæþór Elmar Kristjánsson 8/6 fráköst/3 varin skot, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Trausti Eiríksson 5, Sveinbjörn Claessen 2/5 fráköst.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Runarsson
Þór Þ.-Tindastóll 85-89 (25-16, 14-23, 20-25, 26-25)
Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 19/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 16, Snorri Hrafnkelsson 13/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Chaz Calvaron Williams 10, DJ Balentine II 4.
Tindastóll: Antonio Hester 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 18/7 fráköst, Hannes Ingi Másson 16/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/4 fráköst/9 stoðsendingar, Chris Davenport 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Viðar Ágústsson 3, Finnbogi Bjarnason 3.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson

Deila