Dominos-deild kvenna | Haukar einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

Haukar unnu Val, 96:85, í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld en Haukar eru núna yfir, 2:1, í rimmunni og geta unnið titilinn með því að vinna næsta leik.

Valur var yfir eftir fyrsta leikhluta, 26:24, en Haukar svöruðu í öðrum og unnu hann með átta stigum. Liðið vann næsta leikhluta með sex stigum og þá var sigurinn svo gott sem í höfn. Eftir jafnan fjórða leikhluta lauk leiknum með 96:85 sigri Hauka.

Liðið þarf nú aðeins að vinna einn leik í viðbót til þess að verða Íslandsmeistari.

Haukar-Valur 96-85 (24-26, 27-19, 20-14, 25-26)

Haukar: Whitney Michelle Frazier 28/15 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 22, Helena Sverrisdóttir 16/10 fráköst/14 stoðsendingar/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 11/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Fanney Ragnarsdóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Hrefna Ottósdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0.
Valur: Aalyah Whiteside 24/5 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 18/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Bergþóra Holton Tómasdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0.

Deila