Domino’s-deild kvenna | Baráttan byrjar í kvöld

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna hefst í kvöld með heilli umferð. Keflavík, sem er spáð titlinum, fer í Stykkishólm og mætir þar Snæfelli sem er spáð 5.sæti. Haukastúlkur, sem er spáð 2.sæti, taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni. Val er spáð velgengni í vetur en Valur fær Breiðablik í heimsókn en blikum er spáð í fallbaráttu. Þá mætast Njarðvík og Skallagrímur í Njarðvík. Allir leikirnir byrja klukkan 19.15.

Deila