Dominos-deild karla | KR-ingar í úrslitaeinvígið eftir sigur á Haukum

KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta en liðið vann Hauka 85-79 í DHL-höllinni í kvöld og vann þar með undanúrslitaeinvígið 3-1.
KR-ingar fóru vel af stað og unnu fyrsta leikhluta með þriggja stiga mun áður en Haukar bitu fá sér og minnkuðu muninn niður í tvö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar unnu bæði þriðja og fjórða leikhluta með tveggja stiga mun og 85-79 sigur því staðreynd.
Brynjar Þór Björnsson skoraði 17 stig og tók 5 fráköst á meðan Kendall Pollard skoraði 13 stig og tók 5 fráköst.
Paul Anthony Jones var stigahæstur Hauka með 22 stig og tók 7 fráköst og Kári Jónsson skoraði 17 stig og tók 4 fráköst.

KR mætir Tindastóli í úrslitaeinvíginu, en Tindastóll hafði betur gegn ÍR í hinni undanúrslitarimmunni. Fyrsti leikur Tindastóls og KR fer fram á Sauðárkróki á föstudag.

Dominosdeild karla | Undanúrslit < Leikur 4
KR-Haukar 85-79 (17-14, 19-20, 19-17, 30-28) Staðan í viðureigninni: 3-1
KR: Brynjar Þór Björnsson 17/5 fráköst, Kendall Pollard 13/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 13, Björn Kristjánsson 10, Pavel Ermolinskij 9/12 fráköst, Kristófer Acox 8/8 fráköst/3 varin skot, Darri Hilmarsson 7/6 fráköst, Jalen Jenkins 6, Jón Arnór Stefánsson 2.
Haukar: Paul Anthony Jones III 22/7 fráköst, Kári Jónsson 17/4 fráköst, Breki Gylfason 11/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/4 fráköst, Emil Barja 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 6, Hjálmar Stefánsson 5/5 fráköst, Haukur Óskarsson 2/5 fráköst.

Deila