Dominos-deild karla | Flautukarfa Brynjars tryggði KR-ingum sigur

Mynd: KR.is

KR vann Tindastól, 77:75, í þriðja leik liðanna í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikið var í Síkinu á Sauðárkróki. Brynjar Þór Björnsson gerði flautukörfu undir lokin og kom KR í 2:1 í einvíginu.

KR vann fyrsta leikinn í Síkinu áður en Stólarnir svöruðu í DHL-höllinni og unnu öruggan sigur.

Leikurinn í kvöld var gríðarleg skemmtum fyrir áhorfendur en það leit þó ekki vel út fyrir Tindastól þegar um það bil sjö mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. KR var með tólf stiga forystu en Stólarnir fóru áfram á hjartanu og setti Pétur Rúnar Birgisson niður mikilvægan þrist þegar 24 sekúndur voru eftir og jafnaði leikinn.

KR-ingar fóru í sókn. Jón Arnór Stefánsson ætlaði að vaða í úrslitaskotið en brotið var á honum þegar 2,3 sekúndur voru eftir. KR-ingar nýttu sér það, fundu Brynjar Þór Björnsson vinstra megin sem setti niður skot úr erfiðri stöðu. Lokatölur 77:75 og KR-ingar eiga því möguleika á því að tryggja titilinn í DHL-höllinni í fjórða leiknum.

Pétur Rúnar Birgisson var atkvæðamestur í leiknum með 24 stig, 6 fráköst og 10 stoðsendingar en næstur kom Kristófer Acox hjá KR með 18 stig og 11 fráköst.

Úrslit og stigaskor:

Tindastóll-KR 75-77 (23-22, 22-19, 14-24, 16-12)
Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 24/6 fráköst/10 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 16, Chris Davenport 11/8 fráköst, Viðar Ágústsson 6/7 fráköst, Antonio Hester 5/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Helgi Freyr Margeirsson 3, Axel Kárason 2, Friðrik Þór Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0.
KR: Kristófer Acox 18/11 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 15, Kendall Pollard 14/7 fráköst, Björn Kristjánsson 8, Darri Hilmarsson 8, Jón Arnór Stefánsson 6, Marcus Walker 6, Pavel Ermolinskij 2/8 fráköst/11 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Orri Hilmarsson 0.

Deila