De Rossi bölvað í sand og ösku eftir glórulaust rautt spjald

311

Daniele De Rossi, fyrirliði AS Roma á Ítalíu, gerði sig sekan um slæm mistök gegn Genoa í Seríu A í gær en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að slá Gianluca Lapadula, framherja andstæðingsins.

Það kom fyrirgjöf vinstra megin á vellinum í teiginn og De Rossi var í baráttunni við Lapadula sem endaði með þeim afleiðingum að Lapadula féll til jarðar. Hann hélt utan um andlit sitt og ákvað dómarainn að myndbandstæknin yrði notuð til að skera úr um hvort það ætti að dæma vítaspyrnu eða ekki.

Þegar endursýningin af atvikinu var skoðuð þá virtist De Rossi slá Lapadula og því vítaspyrna dæmd auk þess sem De Rossi var rekinn af velli. Lapadula skoraði úr spyrnunni en atvikið má sjá hér fyrir ofan.

Stuðningsmenn Roma eru allt annað en sáttir við fyrirliðann en Francesco Totti, fyrrum fyrirliði félagsins, hefur komið honum til varnar. Hann veit að hann gerði mistök en svona hlutir gerast á vellinum. Rómverjar taka ekki vel í það þegar reynslumiklir menn gera sig seka um svona slæm mistök en De Rossi veit betur næst, það er klárt.

Leiknum lauk með 1:1 jafntefli og Roma fjarlægist toppliðin Napoli, Inter og Juventus.

Deila