Coca Cola-bikar kvenna | Stjarnan sló út Val | Öruggt hjá ÍBV og Fjölni

Coca Cola-bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í ár með því að leggja topplið Olísdeildarinnar, Val, að velli að Hlíðarenda, 29-25. Staðan í hálfleik var 14-11 Stjörnunni í vil, en Valsstúlkur náðu undirtökunum í síðari hálfleik og virtust ætla að sigla sigri í höfn. Góður endasprettur tryggði hins vegar Stjörnusigur og sæti í næstu umferð.
ÍBV og Fjölnir unnu leiki sína í dag nokkuð örugglega, ÍBV hafði betur gegn Fylki 41-20 og Fjölnir vann Gróttu 21-12.
Stjarnan, ÍBV, Fjölnir, HK og KA/Þór hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppninnar og á miðvikudag mætast Afturelding og Haukar annars vegar og ÍR og Víkingur hins vegar.

Coca Cola-bikarkeppni kvenna
Valur 25-29 Stjarnan (11-14)
Mörk Vals: Díana Dögg Magnúsdóttir 9, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 5, Kristín Arndís Ólafsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir.
Mörk Stjörnunnar: Ramune Pekarskyte 11, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 10, Þórhildur Gunnarsdóttir 5, Stefanía Theodórsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1.
Fylkir 20-41 ÍBV (9-20)
Mörk Fylkis: Irma Jónsdóttir 8, Hallfríður Elín Pétursdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, María Ósk Jónsdóttir 1, Sunna Rós Rúnarsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Karólína Bæhrenz 8, Sandra Dís Sigurðardóttir 7, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Díana Kristín Sigmarsdóttir 6, Kristrún Hlynsdóttir 5, Asun Batista 3, Rósa María Bjarnadóttir 3, Hafrún Dóra Hafþórsdóttir 2, Alexandra Ósk Gunnarsdóttir 1.
Fjölnir 22-12 Grótta (14-6)
Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 6, Berglind Benediktsdóttir 5, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 3, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 1, Þórhildur Vala Kjartansdóttir 1.
Mörk Gróttu: Slavic Mrkikj 5, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Guðrún Þorláksdóttir 1, Andrea Agla Ögludóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.

Deila