Byrjunarliðið gegn Katar – Ögmundur og Diego byrja

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að velja byrjunarliðið fyrir vináttuleikinn gegn Katar. Leikurinn hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Diego Jóhannesson, leikmaður Real Oviedo, fær sénsinn í byrjunarliðinu og þá stendur Ögmundur Kristinsson á milli stanganna.

Arnór Ingvi Traustason, Arnór Smárason og Rúnar Már Sigurjónsson fær þá einnig sénsinn.

Byrjunarlið Íslands:

Ögmundur Kristinsson (m)
Diego Jóhannesson
Ragnar Sigurðsson
Jón Guðni Fjóluson
Ari Freyr Skúlason
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Smárason
Gylfi Þór Sigurðsson (f)
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúrik Gíslason
Viðar Örn Kjartansson

Deila