BOSE-mótið hefst 18. nóvember | Fyrsti leikur í Fífunni

Mynd: BOSE

Undirbúningstímabilið í íslenska boltanum er að hefjast en það byrjar allt á BOSE-mótinu sem hefst 18. nóvember næstkomandi. Fjölnir er ríkjandi meistari frá því í fyrra.

Sex lið í Pepsi-deild karla taka þátt að þessu sinni en það eru Breiðablik, Fjölnir, FH, KR, Stjarnan og Víkingur R.

Mótið hefst 18. nóvember og lýkur svo í desember. Breiðablik og Víkingur R. mætast í fyrsta leiknum í Fífunni.

Leikirnir eru í beinni útsendingu hér á SportTV.

Fjölnir er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið FH í úrslitaleiknum á síðasta ári en hér fyrir neðan má sjá helstu atvik úr úrslitaleiknum.

Svipmyndir úr úrslitaleik FH og Fjölnis í fyrra

Deila