Blak | Ana Maria og Borja González framlengja við Þrótt Neskaupstað

Þróttur Neskaupstað hefur náð samkomulagi við hjónin Ana Maria Valal Vidal Bouza og Borja González Vicente um að framlengja samning sinn við Þrótt Nes um eitt ár. Þau hafa þjálfað Þrótt Nes undanfarin ár og náð mjög góðum árangri og varð kvennalið félagsins til að mynda Íslandsmeistari á dögunum eftir að hafa unnið Aftureldingu 3-0 í úrslitaeinvíginu en liðið varð jafnframt bikar-og deildarmeistari. Hjónin gerður eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Það voru blakfrettir.is sem greindu frá þessu.

Deila