Björn Bergmann tilnefndur sem leikmaður ársins í Noregi

Mynd: Twitter

Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde í Noregi, er tilnefndur sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni.

Björn, sem er fæddur árið 1991, hefur verið einn öflugasti leikmaður norsku deildarinnar í ár en hann er með 14 mörk í 25 leikjum og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hann er einn af fjórum leikmönnum sem tilnefndir eru til verðlaunanna en auk hans eru þeir Nicklas Bendtner, Tore Reginiussen og Ohi Omoijuanfo.

Rosenborg er þegar búið að tryggja sér titilinn en Molde er í öðru sæti með 50 stig, átta stigum á eftir toppliðinu þegar tvær umferðir eru eftir.

Deila