Barzagli, Buffon, Chiellini og De Rossi hættir með landsliðinu

Mynd: NordicPhotos/Getty

Fjórir leikmenn ítalska landsliðsins lögðu landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa mistekist að komast á HM í gær.

Ítalía tapaði samanlagt 1-0 fyrir Svíum í umspilinu og missti því af sæti á HM en fjórir leikmenn ákváðu að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Andrea Barzagli, Gianluigi Buffon, Giorgio Chiellini og Daniele De Rossi eru allir hættir með landsliðinu. Buffon klárar tímabilið með Juventus en leggur svo alfarið skóna á hilluna.

Hinir fjórir eiga hins vegar en nokkur ár eftir með félagsliðum sínum.

Deila